Vefmyndavél á Grímsfjall

Í byrjun vikunnar fóru að berast myndir úr vefmyndavél (http://vedur2.mogt.is/grimsfjall/webcam/index.php) á vesturgafli gamla skálans á Grímsfjalli en myndavélin horfir út yfir Grímsvötn. Björn Oddsson hefur átt veg og vanda af uppsetningu vélarinnar en að henni koma auk Jöklarannsóknafélagsins, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og M&T ehf.

Svona var umhorfs á Grímsfjalli 31. mars 2014.

Fyrirhugað er að koma upp annarri vefmyndavél til viðbótar á Grímsfjalli en Vinir Vatnajökuls veittu myndarlegan styrk til kaupa á henni. Þá verða alls fjórar vel staðsettar vefmyndavélar í rekstri á Vatnajökli en þegar eru tvær vefmyndavélar í Kverkfjöllum (http://vedur2.mogt.is/kverkfjoll/webcam/) en Vinir Vatnajökuls styrktu kaup á þeim. Kverkfjallavélarnar eru enn huldar klakabrynju en myndir frá þeim munu berast að nýju er líða tekur betur á vorið.

Horft til norðvesturs frá Kverkfjöllum 29. ágúst 2013. Sandstormur er á aurum Dyngjujökuls.


GJÖRFÍ 2014

Hér að neðan er dagskrá GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, næsta rúma misserið. Gönguferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Munið ennisljósin!

21/1      Kársnes             Nesti Kópavogi
4/2.       Laugardalur       Àskirkja
18/2.     Grafarvogur       Grafarvogskirkja
4/3.       Fossvogur         Borgarspítali (austanmegin)
15/3.     Gönguskíðaferð á laugardegi.  (Nánar auglýst síðar)
25/3.     Vífilsstaðavatn.   Bílastæðið nær Vífilsstöðum.
8/4.       Ástjörn.              Select við Lækinn í Hf.
22/4.     Búrfellsgjá.         Heiðmörk
3/5.       Kræklingafjara.   Select Vesturlandsvegi kl.1100 (laugardagur)
13/5.     Hvaleyrarvatn.    Select við Lækinn Í Hf.
27/5.     Heiðmörk.           Select Vesturlandsvegi.
10/6.     Eldborg í Grafningi Select Vesturlandsvegi.
Sumarfrí
22/7.     Mosfell.                Select Vesturlandsvegi.
5/8.       Hátindur.              Select Vesturlandsvegi.
19/8.     Húsfell/Kaldársel  Select við Lækinn í Hf.

 


Gönguskíðaferð GJÖRFÍ fellur niður

Fyrirhuguð gönguskíðaferð GJÖRFÍ á morgun, laugardaginn 14. mars, fellur niður.


Nýtt fréttabréf og aðalfundur

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum flytur Hálfdán Ágústsson stutt erindi um válynt veður á íslenskum jöklum.

Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.


GJÖRFÍ

Vegna hálku og svellalaga breytist skipulag gönguferðar GJÖRFÍ á morgun, þriðjudaginn 7. janúar. Farið verður kl. 18 frá bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu og gengið um vesturbæinn.


Árshátíð JÖRFÍ – Miðasala er hafin

Nú er miðasala hafin á árshátíð JÖRFÍ sem haldin verður að viku liðinni. Ekki bíða fram á síðustu stundu með að tryggja þér miða!

Auglýsing árshátíð JÖRFÍ 2013


Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin laugardaginn 16. nóvember næstkomandi og hefst með fordrykk kl. 18:00. Miðaverð og miðasala verður með hefðbundnum hætti og verður auglýst síðar.

Takið daginn frá fyrir mesta fjör ársins. Í millitíðinni er hægt að hafa samband við skemmtinefndarfólk; Önnu Líndal s: 8926357, Ágúst Þór s: 6953310, Tollý s: 6129690 / 5254489 og Baldur s: 7734045.